Bras á Jóni Degi og félögum

Jón Dagur Þorsteinsson í landsleik.
Jón Dagur Þorsteinsson í landsleik. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í Leuven töpuðu fyrir Royal Antwerp, 1:0, í efstu deild belgíska fótboltans í gær. 

Jón Dagur byrjaði leikinn en var tekinn af velli á 62. mínútu. Leuven hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni og sjö af síðustu átta. 

Leuven er nú í 14. sæti í mikilli baráttu og aðeins tveimur stigum á undan Kortrijk sem er neðst með tíu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert