Knattspyrnumaðurinn Kristian Hlynsson hefur verið frábær á tímabilinu með hollenska úrvalsdeildarliðinu Ajax og hann skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í sigri liðsins á NEC Nijmegen, 2:1, í dag.
Kristian skoraði fyrsta mark leiksins á 57. mínútu og Carlos Borges skoraði svo annað mark Ajax á 88. mínútu. Á lokamínútu leiksins skoraði Elayis Tavsen mark NEC en mörkin voru ekki fleiri eftir það og lokaniðurstaða 2:1.
Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Kristian skorar.
Ajax er nú í áttunda sæti deildarinnar sem er aldeilis bæting en liðið var á botni deildarinnar fyrir nokkrum vikum.