Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Darri Willumsson lagði upp tvö mörk fyrir Kristiansund þegar liðið vann Kongsvinger, 4:2, í þriðju umferð í umspili um að komast upp í norsku úrvalsdeildina.
Brynjólfur lagði upp fyrsta mark leiksins sem kom eftir aðeins sjö mínútur og lagði svo aftur upp þriðja mark Kristiansund á 72. mínútu.
Kristiansund lenti í 4. sæti í B-deildinni og fór því í umspil um að komast upp um deild. Þar sem Brynjólfur og félagar unnu í dag munu þeir mæta þriðja neðsta liði úrvalsdeildarinnar í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni.