Skoraði og lagði upp í Íslendingaslag

Kolbeinn Birgir Finnsson skoraði og lagði upp mark í dag.
Kolbeinn Birgir Finnsson skoraði og lagði upp mark í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson lagði upp mark og skoraði líka þegar Lyngby vann Silkeborg 2:0 í úrvalsdeildinni í Danmörku í dag.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fjórar mínútur þegar Frederik Gytkjær skoraði eftir sendingu frá Kolbeini. Kolbeinn skoraði svo sjálfur á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá markaskoraranum, Frederik Gytkjær.

Kolbeinn og  Andri Lucas Guðjohnsen voru í byrjunarliði Lyngby og  Sævar Magnússon kom inn á sem varamaður á 58. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Lyngby vegna meiðsla.

Lyngby er nú með 20 stig í 7. sæti deildarinnar þegar 17 leikir hafa verið spilaðir.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og spilaði allan leikinn. Silkeborg er nú í 5. sæti deildarinnar með 27 stig, jafn mörg og Nordsjælland í 4. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert