Þorleifur Úlfarsson og liðsfélagar hans í Houston Dynamo máttu þola 2:0-tap fyrir Los Angeles FC í úrslitaleik Vesturdeildar bandaríska MLS-fótboltans í nótt.
Þorleifur byrjaði á bekknum en kom inná á 77. mínútu í stöðunni 1:0.
Los Angeles fer því áfram og mætir Columbus Crew í úrslitaleik MLS-deildarinnar.