Upp er komin undarleg staða fyrir skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu þar sem færa má rök fyrir því að tap gegn Englandi í Þjóðadeild UEFA í kvöld henti því betur en að vinna.
Ástæðan fyrir því er sú að með góðum árangri í Þjóðadeildinni getur fengist sæti fyrir Stóra-Bretland á Ólympíuleikunum í París næsta sumar.
Þar sem enska kvennalandsliðið er tilnefnt fyrir hönd Stóra-Bretlands myndi það henta þeim skosku landsliðskonum sem vonast eftir því að komast í sameiginlegt lið Breta næsta sumar betur að tapa leiknum í kvöld.
England þarf að vinna leikinn í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og um leið vinna upp markamun á kostnað Hollands, fari svo að Holland, sem er fyrir lokaumferðina í efsta sæti með þremur mörkum betri markatölu en England, vinni Belgíu á heimavelli í kvöld.
Skotland er þegar fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Þjálfara hollenska landsliðsins, Andries Jonker, þykir staðan sem upp er komin afar skrítin.
Rachel Corsie, fyrirliði Skotlands, gefur hins vegar lítið fyrir þessar bollaleggingar og
„Fjöldi fólks sem stendur fyrir utan hefur rætt um þetta og satt að segja finnst mér þetta einkennast af svo mikilli vanvirðingu.
Ég hef spilað fyrir þjóð mína í svo mörg ár. Þekkjandi stelpurnar sem eru hérna, þær sem vilja vera hérna og geta ekki verið hérna vegna meiðsla finnst mér það algjört hneyksi að draga heilindi okkar í efa.
Mér finnst það mikil vanvirðing í okkar garð,“ sagði Corsie á fréttamannafundi í gær.