Kolbeinn Birgir Finnsson er í liði umferðarinnar hjá dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá danska miðlinum Tipsbladet.
Kolbeinn Birgir, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn Lyngby en hann átti stórleik fyrir liðið í 2:0-sigri á heimavelli gegn Silkeborg.
Kolbeinn skoraði og lagði upp í leiknum en hann gekk til liðs við Lyngby frá Borussia Dortmund í janúar á þessu ári.
„Mark og stoðsending í afar mikilvægum sigri eftir slæm úrslit í síðustu leikjum. Hann er á meðal besti vinstri bakvarða dönsku deildarinnar,“ segir í umfjöllun Tipsbladet.