Marc-André ter Stegen, þýski markvörðurinn hjá knattspyrnuliði Barcelona, þarf að gangast undir aðgerð á baki og verður frá keppni næstu vikur eða mánuði.
Barcelona skýrði frá þessu nú undir kvöld en bakverkir hafa þjakað Þjóðverjann að undanförnu.
Spænskir fjölmiðlar telja óvíst að ter Stegen verði tilbúinn á ný þegar sextán liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast um miðjan febrúar.
Ter Stegen er 31 árs og hefur leikið 268 deildaleiki með Barcelona frá árinu 2014 og þá á hann 38 landsleiki að baki fyrir Þýskaland.