Óskar Hrafn kaupir sinn fyrsta leikmann

Morten Konradsen skrifaði undir þriggja ára samning við Haugesund.
Morten Konradsen skrifaði undir þriggja ára samning við Haugesund. Ljósmynd/Haugesund

Knattspyrnumaðurinn Morten Konradsen er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Konradsen, sem er 27 ára gamall, kemur til félagsins frá Bodö/Glimt og skrifaði hann undir þriggja ára samning.

Hann hefur einnig leikið með Rosenborg á ferlinum og þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Noregs.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við stjórnartaumunum hjá Haugesund á dögunum eftir að tímabilinu lauk í Noregi og er Konradsen fyrsti leikmaðurinn sem félagið semur við eftir að Óskar Hrafn tók við stjórnartaumunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert