Skoraði úr vítaspyrnu í bikarsigri

Jón Dagur Þorsteinsson með boltann í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson með boltann í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í OH Leuven máttu hafa fyrir hlutunum þegar þeir heimsóttu C-deildar-liða Knokke í 16-liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Leuven náði forystunni á 24. mínútunni en Knokke jafnaði metin í 1:1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og þá ekki í framlengingunni sem tók við.

Því þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram sigurvegara.

Í henni reyndist Leuven hlutskarpara þar sem liðið skoraði úr öllum fjórum spyrnum sínum en Knokke aðeins úr tveimur af fjórum spyrnum sínum og unnu gestirnir því 4:2 í vítaspyrnukeppninni.

Jón Dagur lék allan leikinn fyrir Leuven og skoraði úr annarri spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert