Juventus tyllti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta með 1:0-sigri á Napoli á Allianz-leikvanginum í Tórínó í gærkvöld.
Það var miðvörðurinn Federico Gatti sem skoraði sigurmarkið á 51. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Andrea Cambiaso í netið.
Juventus er með eins stigs forskot á Inter í 2. sætinu en Inter getur endurheimt toppsætið með jafntefli eða sigri gegn Udinese á heimavelli sínum Giuseppe Meazza síðar í dag.