Rúnar hélt hreinu í góðum sigri

Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu í dag er Cardiff vann góðan 1:0 sigur á Milwall í ensku B-deildinni í dag.

Cardiff komst upp að hlið Sunderland í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum í dag og nálgast því eftirsóttu umspilssætin en liðin í 3.- 6. sæti deildarinnar fara í umspil um að komast upp í ensku úrvalsdeildina undir lok hvers tímabils. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 78. mínútu leiksins þegar Dimitrios Goutas skoraði.

Rúnar hafði nóg að gera í marki Cardiff en leikmenn Milwall áttu tíu skot í leiknum. Milwall er nú einungis tveimur stigum frá fallsætunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert