Stefán Teitur og félagar sáu um meistarana

Stefán Teitur Þórðarson fagnar marki sínu með íslenska landsliðinu.
Stefán Teitur Þórðarson fagnar marki sínu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg eru komnir áfram í undanúrslit danska bikarsins í knattspyrnu.

Silkeborg tapaði fyrir FC Köbenhavn í dag á heimavelli, 2:1, en liðið vann fyrri leikinn 2:0 og komst því áfram á markatölu. Stefán var í byrjunarliði Silkeborg og lék allan leikinn en í liði FC Köbenhavn var Orri Steinn Óskarsson á varamannabekknum. 

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði og lék allan leikinn er lið hans, Pisa, tapaði fyrir Catanzaro 2:0 í B-deild Ítalíu. Í sömu deild kom Mikael Egill Ellertsson inn á af bekknum í 1:0 tapi liðsins Venezia gegn Cremonese. 

Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik í 1:1 jafntefli Leuven og St Truiden. Jón Dagur átti stoðsendingu á Jonatan Brunes sem skoraði á átjándu mínútu leiksins en Leuven er í næst neðsta sæti belgísku A-deildarinnar. 

Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á sem varamaður og lagði upp mark er Voluntari vann 2:1 sigur á Rapid Bucharest í rúmensku 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert