Tyrkneska knattspyrnufélagið Besiktas hefur tekið ákvörðun um að meina fimm leikmönnum karlaliðsins að æfa eða spila með liðinu.
Einn þeirra er Eric Bailly, miðvörður frá Fílabeinsströndinni, sem gekk aðeins til liðs við Besiktas frá Manchester United fyrir þremur mánuðum síðan.
Í tilkynningu frá félaginu segir að leikmennirnir fimm hafi verið útilokaðir frá liðinu vegna slæmrar frammistöðu og því að þeir passi ekki inn í liðið.
Hinir fjórir leikmennirnir eru kamerúnski markahrókurinn Vincent Aboubakar, markahæsti leikmaður Besiktas á tímabilinu, Rachid Ghezzal, Valentin Rosier og Jean Onana.