Glódís hafði betur í Íslendingaslag

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München. AFP/Franck Fife

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar í Bayern München unnu góðan sigur á Bayer Leverkusen, 3:0, þegar liðin áttust við í þýsku 1. deildinni í kvöld.

Glódís Perla er sömuleiðis fyrirliði Bayern og var vitanlega á sínum stað í vörn liðsins. Lék hún allan leikinn. Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður er enn þá frá keppni vegna meiðsla en ætti að koma inn í hópinn fljótlega eftir áramótin.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er að láni hjá Leverkusen frá Bayern München, var greinilega með leyfi frá Bæjurum til að spila leikinn enda lék hún allan leikinn fyrir Leverkusen fremst á miðjunni.

Bayern er á toppi deildarinnar með 23 stig, einu meira en Wolfsburg, eftir níu leiki.

Leverkusen er í sjöunda sæti með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert