Landsliðsmaður vakinn um miðja nótt með flugeldum

Mikael Anderson er samningsbundinn AGF í Danmörku.
Mikael Anderson er samningsbundinn AGF í Danmörku. mbl.is/Óttar Geirsson

Mikael Anderson og liðsfélagar hans í AGF voru vaktir með flugeldum aðfaranótt sunnudags, nóttina fyrir síðari leik liðsins gegn Bröndby í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. 

Það er danski miðillinn Bold.dk sem greinir frá þessu en síðari leikurinn fór fram á heimavelli Bröndby í Kaupmannahöfn.

Leikmenn AGF gistu á Crowne Plaza Copenhagen-hótelinu og kveiktu stuðningsmenn Bröndby tvívegis í flugeldum fyrir utan hótelið aðfaranótt sunnudags.

Bröndby vann leikinn 2:1 í gær, en AGF fann fyrri leik liðanna í Århus, 2:0, og einvígið því samanlagt 3:2 en Mikael lék fyrstu 83. mínúturnar með AGF um helgina.

AGF mætir Nordsjælland í undanúrslitum en leikirnir fara fram 28. mars í Norsjælland og 9. apríl í Århus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert