Ærðust af fögnuði eftir dráttinn (myndskeið)

Kylian Mbappé og liðsfélagar hans í París SG mæta Revel …
Kylian Mbappé og liðsfélagar hans í París SG mæta Revel á útivelli í frönsku bikarkeppninni. AFP

Leikmenn franska knattspyrnufélagsins Revel ærðust af fögnuði þegar dregið var í 64-liða úrslit frönsku bikarkeppninnar í gær.

Revel, sem er frá samnefndum bæ í suðvesturhluta Frakklands, skammt frá Toulouse, leikur í sjöttu efstu deild Frakklands en liðið dróst gegn Frakklandsmeisturum París SG í bikarnum.

Leikmenn liðsins fylgdust með drættinum í beinni útsendingu og gjörsamlega ærðust af fögnuði þegar mótherjinn lá fyrir.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert