Leikmenn franska knattspyrnufélagsins Revel ærðust af fögnuði þegar dregið var í 64-liða úrslit frönsku bikarkeppninnar í gær.
Revel, sem er frá samnefndum bæ í suðvesturhluta Frakklands, skammt frá Toulouse, leikur í sjöttu efstu deild Frakklands en liðið dróst gegn Frakklandsmeisturum París SG í bikarnum.
Leikmenn liðsins fylgdust með drættinum í beinni útsendingu og gjörsamlega ærðust af fögnuði þegar mótherjinn lá fyrir.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
❤️🏆 The special moment when sixth division side US Revel found out they would face… PSG in Coupe de France.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 12, 2023
Magic. ✨🇫🇷pic.twitter.com/pXE0mB3ml3