Það var frábær stemning á Parken í Kaupmannahöfn í gær þegar Köbenhavn tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu með sigri gegn Galatasaray í lokaumferð A-riðils keppninnar.
Leiknum lauk með naumum sigri Köbenhavn, 1:0, en það var Lukas Lerager sem skoraði sigurmarkið á 58. mínútu.
Þegar úrslitin lágu fyrir ákvað félagið að bjóða öllum stuðningsmönnum Köbenhavn upp á frían bjór á Parken.
„Til hamingju allir stuðningsmenn Köbenhavn!“ birtist á stórum skjá á Parken.
„Það er frír bjór og vatn fyrir alla stuðningsmenn sem eru á leiðinni af Parken,“ stóð enn fremur í textanum sem birtist á skjánum.
FC København are obviously in the mood to celebrate - they’ve just announced free beer for fans in the stadium pic.twitter.com/z7YMPHi2nQ
— Football In Denmark (@footballinDK) December 12, 2023