Íslendingurinn vill spila í sterkari deild

Axel Óskar Andrésson er samningsbundinn Örebro í Svíþjóð.
Axel Óskar Andrésson er samningsbundinn Örebro í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég átti gott samtal við þjálfarinn eftir tímabilið og ég ákvað að ganga til liðs við félagið á sínum tíma því markmiðið var að fara upp í efstu deild á næstu tveimur árum,“ sagði knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson í Fyrsta sætinu.

Axel Óskar, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Örebro í sænsku B-deildinni í mars árið 2022 og var að ljúka sínu öðru tímabili í Svíþjóð en liðið hafnaði í ellefta sæti deildarinnar og leikur því í B-deildinni á næstu leiktíð. 

Hefur spilað mikið í Örebro

„Það var settur mikill peningur í liði fyrir síðasta keppnistímabil en samt sem áður erum við búnir að vera nálægt því að falla bæði árin,“ sagði Axel.

„Persónulega hefur mér hins vegar gengið vel og ég er búinn að spila hátt upp í 60 leiki fyrir félagið síðan ég kom. Staðan er hins vegar sú að mig langar að spila í sterkari deild og þjálfari Örebro hefur sýnt því góðan skilning.

Eins og staðan er núna er ekkert upp á borðinu en þeir eru tilbúnir að hlusta á tilboð í mig ef það kemur eitthvað áhugavert upp á borðið,“ sagði Axel Óskar meðal annars.

Umræðan um Örebro hefst á mínútu 35:00 en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert