Svíinn færir sig á milli Red Bull-félaga

Sænski landsliðsmaðurinn Emil Forsberg.
Sænski landsliðsmaðurinn Emil Forsberg. AFP/Fredrik Sandberg

Sænski landsliðsmaðurinn Emil Forsberg mun ganga til liðs við knattspyrnufélagið New York Red Bulls frá RB Leipzig í janúar. 

Forsberg hefur verið einn af lykilmönnum Leipzig undanfarin ár en hlutverk hans hefur minnkað á þessu tímabili. 

Forsberg gekk til liðs við Leipzig árið 2015 rá Malmö og hefur spilað 323 leiki fyrir félagið síðan þar sem hann hefur skorað 69 mörk. 

Forsberg mun skrifa undir tveggja og hálfs árs með mögulegu ári í viðbót við New York Red Bulls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert