Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og félagar i Lille unnu 3:0-sigur á færeyska liðinu KÍ Klaksvík í Sambandsdeild karla í knattspyrnu í kvöld.
Hákon var í byrjunarliði Lille og spilaði 84. mínútur í kvöld. Öll þrjú mörk Lille komu af vítapunktinum en auk þess fengu tveir liðsmenn Klaksvíkur rauð spjöld.
Lille vinnur A-riðilinn með 14 stig en Slovan Bratislava fylgir á eftir með tíu. Olimpija Ljubljana endar í þriðja með sex stig og Klaksvík í fjórða með fjögur stig í frumraun sinni.
Þá vann Maccabi Tel Aviv 3:1-heimasigur á Gent í B-riðli, riðli Breiðabliks.
Maccabi-liðið endar því í fyrsta sæti riðilsins með 15 stig en Gent fylgir á eftir með 13. Zorya endar í þriðja með sjö og Breiðablik í fjórða án stiga.
Liðin sem enda í öðru sæti fara í umspil við liðin sem enda í þriðja sæti Evrópudeildarinnar um sæti í 16-liða úrslitum.
Önnur úrslit:
C-riðill
Dinamo Zagreb - Ballkani 3:0
Viktoria Plzen - FC Astana 3:0
Viktoria Plzen vinnur riðilinn með 18 stig, Dinamo Zagreb endar í öðru með níu, Astana í þriðja með fjögur og Ballkani í síðasta með fjögur.
D-riðill
Club Brugge - Bödö/Glimt 3:1
Lugano - Besiktas 0:2
Club Brugge vinnur riðilinn með 16 stig, Bödö/Glimt fylgir á eftir með tíu, Besiktas endar í þriðja með fjögur og Lugano í fjórða með jafnmörg.