Knattspyrnuframherjinn Viðar Örn Kjartansson hefur yfirgefið búlgarska félagið CSKA 1948 Sofia.
Viðar gekk til liðs við búlgarska liðið síðasta sumar frá Atromitos í Grikklandi. Viðar lék 13 leiki og skoraði eitt mark fyrir CSKA 1948 Sofia í búlgörsku deildinni.
Auk Viðars kvöddu leikmenn félagið í gær og því um miklar hræringar á liðinu um þessar mundir.