Albert tryggði stig gegn stórliðinu

Albert fagnar marki sínu í kvöld.
Albert fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Marco Bertorello

Genoa og Juventus skildu jöfn, 1:1, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa, lék allan leikinn og skoraði mark liðsins á 48. mínútu.

Jafnaði Albert metin eftir að Federico Chiesa hafði komið Juventus yfir á 28. mínútu með marki úr víti.

Albert hefur leikið gríðarlega vel með Genoa á leiktíðinni og verið orðaður við stærri félög, en liðið er í 14. sæti með 16 stig. Juventus er í öðru með 37 stig, stigi á eftir Inter Mílanó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert