Brást reiður við spurningu blaðamanns

Thomas Tuchel var ekki sáttur við spurningu blaðamanns.
Thomas Tuchel var ekki sáttur við spurningu blaðamanns. AFP/Peter Powell

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München var allt annað en sáttur við spurningu blaðamanns er hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik liðsins við Stuttgart í þýsku 1. deildinni í dag.

Sebastian Hoeneß hefur náð glæsilegum árangri með Stuttgart og spurði einn blaðamaður Tuchel hvort Hoeneß yrði góður kostur fyrir starfið hjá Bayern einn daginn.

„Heldur þú í alvöru að ég ætli að svara spurningu um mögulegan eftirmann minn hér? Það veit enginn hvað ég verð lengi hérna. Það skiptir engu hvað mér finnst,“ svaraði Tuchel sjáanlega pirraður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert