Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München var allt annað en sáttur við spurningu blaðamanns er hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik liðsins við Stuttgart í þýsku 1. deildinni í dag.
Sebastian Hoeneß hefur náð glæsilegum árangri með Stuttgart og spurði einn blaðamaður Tuchel hvort Hoeneß yrði góður kostur fyrir starfið hjá Bayern einn daginn.
„Heldur þú í alvöru að ég ætli að svara spurningu um mögulegan eftirmann minn hér? Það veit enginn hvað ég verð lengi hérna. Það skiptir engu hvað mér finnst,“ svaraði Tuchel sjáanlega pirraður.