Leikmenn spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona fá ekki að fara í sturtu eftir heimaleiki og æfingar næsta mánuðinn eða svo.
El Periódico á Spáni greinir frá. Ástæðan er vatnsskortur sem ríkir í Katalóníu og hefur félaginu verið gert að skrúfa fyrir sturturnar til að spara vatn.
Félagið fær þó leyfi til að vökva vellina á æfinga- og keppnissvæðinu, en leikmenn verða að sætta sig við að koma sveittir heim eftir æfingar og leiki.