Karólína kom Leverkusen á bragðið

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði í dag.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og samherjar hennar hjá Leverkusen unnu í kvöld öruggan 4:1-heimasigur á Duisburg í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Íslenska landsliðskonan var í byrjunarliði Leverkusen og kom liðinu á bragðið strax á 5. mínútu. Lék hún allan leikinn á miðsvæðinu.

Leverkusen er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki. Hefur Karólína skorað fimm mörk í leikjunum tíu og verið í byrjunarliðinu í þeim öllum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert