Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir, markadrottning Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur gert þriggja ára samning við sænska félagið Växjö. Kemur hún til félagsins frá Íslandsmeisturum Vals.
Bryndís, sem er tvítug, skoraði 15 mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Hún er uppalin hjá Fylki og hefur alls skorað 37 mörk í 77 leikjum í efstu deild. Þá á hún þrjá A-landsleiki að baki.
Växjö hafnaði í áttunda sæti af 14 liðum í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og náði í 26 stig í 26 umferðum.
Þórdís Elva Ágústsdóttir, sem var liðsfélagi Bryndísar hjá Val, gekk í raðir Växjö á dögunum.