Landsliðskonan yfirgefur norska félagið

Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar með Noregsmeistararatitilinn sem hún vann með liðinu …
Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar með Noregsmeistararatitilinn sem hún vann með liðinu í síðasta mánuði. Ljósmynd/Vålerenga

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur yfirgefið norska félagið Vålerenga en hún var kvödd á Instagram-reikningi félagsins í dag.

Ingibjörg var fyrirliði Vålerenga og í miklum metum hjá félaginu, en hún kom til þess frá Djurgården í Svíþjóð árið 2020.

Samningur Ingibjargar við félagið rennur út um áramótin og verður ekki framlengdur, þar sem hún ætlar að róa á önnur mið. 

„Það er erfitt að yfirgefa félagið en það tekur allt sinn endi. Félagið og Osló hefur verið heimilið mitt síðustu fjögur ár og ég hef kynnst mikið af frábæru fólki.

Þetta lið á sérstakan stað í hjarta mínu,“ var haft eftir henni á heimasíðu félagsins.

Hún varð í tvígang norskur meistari með liðinu, í seinni skiptið í ár, og tvisvar norskur bikarmeistari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert