Á skotskónum en liðið í basli

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

OH Leuven mátti þola 1:2-tap á heimavelli gegn Cercle Brugge í efstu deild belgíska fótboltans í dag.

Þrátt fyrir úrslitin byrjaði Leuven mun betur því Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Brugge-liðið svaraði hins vegar með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Leuven hefur verið í basli á leiktíðinni og er í 15. sæti af 16 liðum með 13 stig eftir 18 leiki. Markið var það þriðja í 17 deildarleikjum hjá Jóni Degi á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka