Blikinn skoraði tvö í Belgíu

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö.
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö. Ljósmynd/@Patro_eisden

Stefán Ingi Sigurðarson var í stuði er lið hans Patro Eisden vann öruggan 4:0-heimasigur á U23 liði Club Brugge í belgísku B-deildinni í fótbolta í dag.

Framherjinn kom liðinu á bragðið á 11. mínútu og kórónaði síðan góðan leik sinn og liðsins á 64. mínútu með fjórða markinu. Hann var síðan tekin af velli á 86. mínútu.

Patro Eisden er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig og í hörðum slag um að fara upp í efstu deild.

Stefán hefur nú gert fjögur mörk í 13 leikjum í deildinni á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka