Falleg afgreiðsla Alberts gegn Juventus (myndskeið)

Albert í baráttunni í gærkvöldi.
Albert í baráttunni í gærkvöldi. AFP/Marco Bertorello

Albert Guðmundsson tryggði Genoa eitt stig gegn Juventus er liðin mættust í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Íslenski sóknarmaðurinn var réttur maður á réttum stað á 48. mínútu er hann skoraði af stuttu færi með góðri afgreiðslu. Federico Chiesa hafði komið Juventus yfir með marki úr víti á 28. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum og mark Alberts má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka