Knattspyrnumaðurinn Luka Modric, sem hefur verið hjá spænska félaginu Real Madríd frá árinu 2012, verður samningslaus eftir tímabilið.
Modric sem vann Gullboltann, Ballon d'Or verðlaunin, árið 2018 er einn besti miðjumaður í sögu Real Madríd en fær ekki nýjan samning eftir þetta tímabil.
Hann fékk nýjan samning í sumar út tímabilið en eftir það þarf 38 ára gamli Modric að finna sér nýtt lið.
Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og þrisvar orðið spænskur meistari með Real Madríd.
Real Madríd er nú í örðu sæti í deildinni eftir 16 leiki en Modric hefur verið spilað í 13 leikjum á tímabilinu og verið sex sinnum í byrjunarliði í deildinni.