Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma í A-deild á Ítalíu, hefur verið sektaður fyrri ummæli sín í garð Matteo Marcenaro, dómara í leik Roma gegn Sassuolo fyrr í þessum mánuði.
„Við höfum þrisvar sinnum verið með hann sem fjórða dómara og ég held að hann sé ekki í andlegu jafnvægi og getur ekki dæmt í leikjum á þessu stigi,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leik.
Mourinho fer ekki í leikbann en þarf að greiða 20 þúsund evrur í sekt. Roma þarf einnig að borga 20 þúsund evrur í sekt fyrir ummæli hans.