Vandræði Barcelona halda áfram

João Félix skoraði en fagnaði ekki sigri.
João Félix skoraði en fagnaði ekki sigri. AFP/Jose Jordan

Barcelona lék sinn þriðja leik í röð án sigurs er liðið mætti Valencia á útivelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 1:1.

Portúgalinn João Félix kom Barcelona yfir á 55. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik en Hugo Guillamón jafnaði á 70. mínútu og þar við sat.

Barcelona er í þriðja sæti með 35 stig, sex stigum á eftir toppliði Girona og fjórum á eftir Real Madrid sem bæði eiga leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka