AC Milan vann 3:0-sigur á Monza á heimavelli í A-deild á Ítalíu í dag og er nú í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig eftir 16 leiki.
Tijjani Reijnders skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þrjár mínútur og 18 ára varnarmaðurinn Jan-Carlo Simić tvöfaldaði forskot AC Milan undir lok fyrri hálfleiks.
Noah Okafor skoraði svo þriðja mark AC Milan á 76. mínútu og gulltryggði liðiðnu þrjú stigin.
AC Milan er nú þremur stigum frá Juventus í öðru sæti með 37 stig en Inter er í fyrsta sæti með 38 stig.