Ótrúleg stoðsending (myndskeið)

Victor Osimhen skoraði og lagði upp mark í gær.
Victor Osimhen skoraði og lagði upp mark í gær. AFP/Alberto Pizzoli

Knattspyrnumaðurinn Victor Osimhen skoraði mark og lagði upp annað í 2:1-sigri Napólí á Cagliari í ítölsku A-deildinni í gær.

Cagliari skoraði fyrsta mark Napólí í leiknum á 69. mínútu en stoðsendingin hans í öðru markinu er á allra vörum.

Osimhen lék á þrjá varnarmenn Cagliari með því að halda boltanum á lofti inn í vítateig Cagliari og kom svo boltanum fyrir markið. Khvicha Kvaratskhelia setti svo boltann í netið eftir þessa mögnuðu stoðsendingu.

Napólí er í 4. sæti í deildinni með 27 stig eftir 16 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka