Knattspyrnumaðurinn Victor Osimhen skoraði mark og lagði upp annað í 2:1-sigri Napólí á Cagliari í ítölsku A-deildinni í gær.
Cagliari skoraði fyrsta mark Napólí í leiknum á 69. mínútu en stoðsendingin hans í öðru markinu er á allra vörum.
Osimhen lék á þrjá varnarmenn Cagliari með því að halda boltanum á lofti inn í vítateig Cagliari og kom svo boltanum fyrir markið. Khvicha Kvaratskhelia setti svo boltann í netið eftir þessa mögnuðu stoðsendingu.
𝗩𝗶𝗰𝘁𝗼𝗿 𝗢𝘀𝗶𝗺𝗵𝗲𝗻's spectacular, mind-blowing, iconic assist, for your enjoyment: pic.twitter.com/agPVMfkIdA
— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 17, 2023
Napólí er í 4. sæti í deildinni með 27 stig eftir 16 leiki.