Óvænt úrslit hjá Glódísi og stöllum

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur töpuðu óvænt stigum í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur töpuðu óvænt stigum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýskalandsmeistarar Bayern München töpuðu óvænt stigum er liðið mætti Nürnberg í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Bayern byrjaði vel því Lea Schüller skoraði á 11. mínútu. Bjuggust þá flestir við öruggum sigri Bayern en Medina Desic jafnaði á 72. mínútu og þar við sat.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern og var fyrirliði að vanda. Hún fékk gult spjald á 20. mínútu.

Þrátt fyrir úrslitin er Bayern í toppsætinu með 24 stig, tveimur stigum á undan Wolfsburg sem á leik til góða. Nürnberg er í ellefta og næstneðsta sæti með fimm stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka