Real Madrid fór upp í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með öruggum heimasigri á Villarreal í kvöld, 4:1.
Real fór með 2:0-forskot inn í hálfleikinn eftir að Jude Bellingham gerði fyrsta markið á 25. mínútu og Rodrygo annað á 37. mínútu.
José Morales minnkaði muninn á 54. mínútu, en Brahim Díaz gerði þriðja mark Real tíu mínútum síðar og Luka Modrid innsiglaði þriggja marka sigur með fjórða markinu á 68. mínútu.
Real er með 42 stig, einu stigi meira en spútniklið Girona sem á leik annað kvöld. Barcelona er í þriðja sæti með 35 stig, stigi meira en Atlético Madrid.