Úrúgvæinn Diego Alonso var rekinn frá Sevilla í 1. deild Spáni eftir aðeins 67 daga í starfi sem knattspyrnustjóri liðsins.
Alonso var annar þjálfari liðsins á tímabilinu en hann tók við þegar Jose Luis Mendilibar var látinn fara þegar aðeins átta leikir voru búnir á tímabilinu.
Alonso náði ekki að vinna leik á þeim 67 dögum sem hann var með liðinu og var látinn fara eftir að Sevilla tapaði 0:3 gegn Getafe í gær.
Sevilla er nú í 16. sæti í deildinni með aðeins 13 stig eftir 16 leiki.
ℹ️ Official statement: Diego Alonso has been relieved of his duties as our head coach.
— Sevilla FC (@SevillaFC_ENG) December 16, 2023