Rekinn eftir aðeins 67 daga sem knattspyrnustjóri

Diego Alonso.
Diego Alonso. AFP/Francois Lo Presti

Úrúgvæinn Diego Alonso var rekinn frá Sevilla í 1. deild Spáni eftir aðeins 67 daga í starfi sem knattspyrnustjóri liðsins.

Alonso var annar þjálfari liðsins á tímabilinu en hann tók við þegar Jose Luis Mendilibar var látinn fara þegar aðeins átta leikir voru búnir á tímabilinu.

Alonso náði ekki að vinna leik á þeim 67 dögum sem hann var með liðinu og var látinn fara eftir að Sevilla tapaði 0:3 gegn Getafe í gær.

Sevilla er nú í 16. sæti í deildinni með aðeins 13 stig eftir 16 leiki.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka