Skoraði tvennu í grátlegu jafntefli

Óttar Magnús Karlsson fagnar marki í leik með Oakland Roots …
Óttar Magnús Karlsson fagnar marki í leik með Oakland Roots í Bandaríkjunum á síðasta ári. Ljósmynd/@oaklandrootssc

Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörk Vis Pesaro þegar liðið gerði jafntefli við Sestri Levante, 2:2, í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu í dag.

Óttar Magnús er loksins kominn almennilega af stað eftir að hafa glímt við í nokkra mánuði og lék allan leikinn fyrir Vis Pesaro, þaðan sem hann er að láni frá Venezia, í dag.

Hann kom heimamönnum yfir í tvígang, í síðara skiptið á 90. mínútu.

Í bæði skiptin jafnaði Sestri Levante hins vegar metin, í síðara skiptið í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Óttar Magnús skoraði líka um síðustu helgi og er nú kominn með þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Vis Pesaro á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka