Á gjörgæslu eftir bílslys

Enski knattspyrnumaðurinn Lucas Vaughan er í dái á gjörgæslu eftir að hafa lent í bílslysi fyrir viku síðan.

Vaughan, sem er 19 ára gamall og alinn upp hjá C-deildar liðinu Bristol Rovers, var farþegi þegar bíll og rúta skullu saman á Elwyn-götu í Coedely í Wales með þeim afleiðingum að þrír táningar, Jesse Owen, Morgan Smith og Callum Griffiths, létust.

Öðrum farþega, táningsstúlku, er einnig haldið sofandi á gjörgæslu á háskólasjúkrahúsinu í Cardiff.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka