Enn eitt áfallið fyrir Real Madríd

David Alaba haltrar af velli í gærkvöldi.
David Alaba haltrar af velli í gærkvöldi. AFP/Thomas Coex

Austurríski knattspyrnumaðurinn David Alaba, leikmaður Real Madríd, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné í 4:1-sigri liðsins á Villarreal í spænsku 1. deildinni í gærkvöldi.

Þar með er tímabili Alaba lokið og ljóst að hann missir einnig af EM 2024 í Þýskalandi með austurríska landsliðinu, þar sem það tekur níu til tólf mánuði að jafna sig á meiðslum sem þessum.

Hann er þriðji leikmaður Real Madríd sem slítur krossband á undanförnum fjórum mánuðum en belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois og brasilíski miðvörðurinn Éder Militao missa af öllu tímabilinu vegna slíkra meiðsla.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Madrídinga, sagði við fréttamenn eftir leik í gærkvöldi að hann hefði aldrei upplifað annað eins, að missa þrjá leikmenn á fjórum mánuðum vegna krossbandaslita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka