Girona hélt í kvöld áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Alavés, 3:0.
Girona hefur unnið fjórtán af fyrstu sautján leikjum sínum og er með tveggja stiga forskot á stórveldið Real Madrid á toppi deildarinnar og er níu stigum á undan Barcelona sem er í þriðja sætinu. Liðið hefur líka skorað flest mörk allra, 41 talsins.
Artem Dovbyk skoraði tvö markanna og Cristian Portuges eitt. Dovbyk, sem er 26 ára Úkraínumaður, hefur þar með skorað tíu mörk og er næstmarkahæstur í deildinni á eftir Jude Bellingham sem hefur skorað 13 mörk fyrir Real Madrid.