Góður endasprettur hjá Alexöndru

Alexandra Jóhannsdóttir leikur með Fiorentina.
Alexandra Jóhannsdóttir leikur með Fiorentina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, tók þátt í góðum endaspretti Fiorentina gegn Inter Mílanó þegar liðin mættust í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Alexandra kom inn á sem varamaður þegar staðan var 2:2 og 69 mínútur liðnar af leiknum. 

Veronica Boquete kom Fiorentina í 3:2 á 80. mínútu og Michela Catena innsiglaði sigurinn, 4:2, með marki í uppbótartíma.

Fiorentina styrkti stöðu sína í þriðja sætinu og er nú með 25 stig eftir ellefu umferðir en Roma er með 33 stig og Juventus 27. Inter situr eftir með 17 stig í fjórða sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka