FC Köbenhavn, sem landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson leikur með, fær ærið verkefnið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla þar sem liðið dróst gegn ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City.
Dregið var til 16-liða úrslita keppninnar í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í morgun.
Arsenal mætir Porto og Spánarmeistarar Barcelona mæta Ítalíumeisturum Napoli.
Fyrri leikirnir fara fram 13.-21. febrúar á næsta ári og síðari leikirnir 5.-13. mars.
Drátturinn í heild sinni:
Porto – Arsenal
París SG – Real Sociedad
Napoli – Barcelona
Inter Mílanó - Atlético Madrid
PSV Eindhoven – Borussia Dortmund
Lazio – Bayern München
FC Köbenhavn – Manchester City
RB Leipzig – Real Madríd