Wolfsburg komst í kvöld á toppinn í 1. deild kvenna í fótbolta í Þýskalandi með því að vina Werder Bremen 1:0 á heimavelli.
Dominique Janssen skoraði sigurmarkið á 83. mínútu eftir sendingu frá Alexöndru Popp og Wolfsburg er því með 25 stig gegn 24 hjá Bayern eftir tíu umferðir. Bayern missteig sig í gær og gerði óvænt jafntefli við botnliðið Nürnberg.
Sveindís Jane Jónsdóttir er enn ekki farin að leika með Wolfsburg vegna meiðsla en hún hefur verið frá keppni síðan í fyrstu umferð deildarinnar í haust.