Belgía án markvarðarins á EM næsta sumar

Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd.
Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Belgíski markvörðurinn Thibout Courtois verður ekki með Belgíu á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar vegna meiðsla.

Courtois sleit krossband á æfingu með Real Madríd fyrr á tímabilinu og fór í kjölfarið í aðgerð á hnénu.

Strax varð ljóst að hann yrði lengi frá vegna meiðslanna. Í viðtali við belgíska miðilinn Sporza segir Courtois að hann ætli ekki að flýta sér of mikið í endurhæfingunni og Real Madríd vilji frekar að hann nái sér að fullu en að reyna að koma til baka áður en hann hefur náð sér að fullu, en hann vilji ekki bregðast traustinu.

„Ef ég er heppinn þá gæti ég leikið með Real Madríd í maí, en ég verð ekki með á Evrópumótinu næsta sumar,“ sagði Courtois. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka