Íslendingurinn eftirsóttur

Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson. Ljósmynd/Horsens

Knattspyrnumaðurinn Aron Sigurðarson er á óskalista tveggja sænskra úrvalsdeildarfélaga.

Það er danski miðillinn Tipsbladet sem greinir frá þessu en Aron, sem er þrítugur, er undir smásjá bæði Häcken og Hammarby.

Sóknarmaðurinn er samningsbundinn Horsens í dönsku B-deildinni en hann mun yfirgefa danska félagið þegar samningur hans rennur út næsta sumar.

Aron hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar í 18 leikjum Horsens á tímabilinu en liðið situr í sjöunda sæti B-deildarinnar með 24 stig, stigi frá sæti í umspili deildarinnar um sæti í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka