Leipzig mistókst í kvöld að fara upp að hlið Bayern München í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta er liðið gerði jafntefli við Werder Bremen á útivelli, 1:1.
Loïs Openda kom Leipzig yfir á 47. mínútu en Justin Njinmah jafnaði á 75. mínútu og þar við sat.
Leipzig er því enn í þriðja sæti með 33 stig, sex stigum á eftir Leverkusen á toppnum og tveimur á eftir Bayern í öðru.
Þá lék Dortmund sinn fjórða leik í röð án sigurs þegar liðið tók á móti Mainz á heimavelli sínum. Urðu lokatölur þar einnig 1:1.
Julian Brandt kom Dortmund yfir á 29. mínútu en Sepp van den Berg jafnaði á 43. mínútu. Dortmund er í fimmta sæti með 27 stig.
Standings provided by