Englandsmeistarar Manchester City tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum heimsbikar karla í fótbolta með öruggum sigri, 3:0, á japanska liðinu Urawa Reds í undanúrslitum. Leikið er í Sádi-Arabíu.
Norðmaðurinn Marius Höibraten kom City yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks er hann gerði sjálfsmark.
Mateo Kovacic bætti við öðru markinu á 52. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Bernardo Silva við þriðja markinu og þar við sat.
City mætir brasilíska liðinu Fluminense í úrslitum á föstudagskvöld.